Kólumkilli

mánudagur, júlí 31, 2006

Heilagar Hornstrandir

Síðustu helgi eyddi ég á Vestfjörðum nánar tiltekið í Hornvík. Þangað var mér boðið af skólasystur minni frá Ósló henni Helgu Sigríði Úlafsrdóttur. Þar var staddur um 20 manna hópur ungra Vestfirðinga sem reyndist hinn besti félagsskapur.

Mikið var gengið og skoðað m.a. Æðey, Veiðileysufjörður, Hornbjargsviti, Hornbjarg, Kálfatindar, Höfn, Lónafjörður og margt fleira. Hornstrandir eru friðaðar og hefur tófan tekið þar öll völd í náttúrunni. Ótrúlegt var að upplifa yrðlinga éta úr lófa ferðamanna sem þar voru á ferð. Að ári er stefnan tekin á Furufjörð gaman að sjá hvort að maður álpist þangað líka :)

Ferðin var vel skipulögð eins og sést á vef ferðarinnar http://hornstrandir.blogspot.com . Þar koma brátt myndir sem vert er að skoða.
kveðja
K

laugardagur, júlí 01, 2006

Óslóborg og Róma

Ef þig dreymir ástin mín
Óslóborg og Róma.
Vængjaðan hest sem hleypur og skín,
hleypur og skín með sóma.
Ég skal gefa þér uppá grín
alt með sykri og rjóma.

partur af vögguvísu e. HKL (eftir minni).