Kólumkilli

sunnudagur, júní 25, 2006

Skammt frá Akurshús kastala liggur Höfuðey. Sá sem þetta ritar var boðið þangað í gærkvöldi bátasmíði. Höfuðey er fornfræg eyja þar sem áður stóð klaustur eitt mikið. Í dag eru það rústir einar. Útsýnið yfir Óslóborg er stórbrotið var það fest á stafrænt form eins og sést hér. Á myndinni miðri má greina Akurshúskastala. Vinstra megin við kastalann má greina ráðhús Óslóborgar og enn lengra til vinstri glimtir í Vesturbrautarstöðina sem nú hýsir Friðaverðlaunasetur Nóbels. Posted by Picasa

sunnudagur, júní 18, 2006

Efnt til veislu

Í tilefni þess að Kólumkilli hverfur skjótt af Noregs grund bauð sá hinn sami til móttöku að Guðrúnarstofu á stúdentabænum að Sogni í gær. Var þar mikið mannaval.

Veigar voru ekki af verri endanum enda hafði Óskar nokkur Níelsson verslað fyrir móttökuna í landamærabúðunum handan Svínasunds. Sænskar kjötbollur, grænmeti og ostapinnar af öllum stærðum og gerðum í þar tilgerðum sósum prýddu veisluborðið. Með þessu var dreypt á köldu ítölsku hvítvíni sem átti uppruna sinn í múskat þrúgum.

Margt vandað söngfólk norskt og íslenskt heiðraði Kólumkilla með nærveru sinni. Það er skemmst frá því a segja að lítill sönghópur var stofnaður á staðnum og íslenski þjóðsöngurinn sunginn af mikill hjartans list á svölum Guðrúnarstofu Óslóbúum til mikillar gleði og furðu.

Kólumkilli vill hér með nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem sóttu móttökuna í gær fyrir ánægjulega og minnisstæða kveðjustund.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Halló heimur

Halló heimur. Þannig byrja mörg tölvuhugarsmíðin lífsferil sinn og svo er einnig nú. Þú sem rennir augunum yfir ljóspunktana á skerminum ert vitni að fyrstu færslu Kólumkilla eftir að Noregsdvöl er að verða lokið. Fyrri færslur Kólumkilla má finna á http://kolumkilli.blogdrive.com/ þegar þessi orð eru rituð. Góðar stundir. Posted by Picasa