Kólumkilli

sunnudagur, júní 18, 2006

Efnt til veislu

Í tilefni þess að Kólumkilli hverfur skjótt af Noregs grund bauð sá hinn sami til móttöku að Guðrúnarstofu á stúdentabænum að Sogni í gær. Var þar mikið mannaval.

Veigar voru ekki af verri endanum enda hafði Óskar nokkur Níelsson verslað fyrir móttökuna í landamærabúðunum handan Svínasunds. Sænskar kjötbollur, grænmeti og ostapinnar af öllum stærðum og gerðum í þar tilgerðum sósum prýddu veisluborðið. Með þessu var dreypt á köldu ítölsku hvítvíni sem átti uppruna sinn í múskat þrúgum.

Margt vandað söngfólk norskt og íslenskt heiðraði Kólumkilla með nærveru sinni. Það er skemmst frá því a segja að lítill sönghópur var stofnaður á staðnum og íslenski þjóðsöngurinn sunginn af mikill hjartans list á svölum Guðrúnarstofu Óslóbúum til mikillar gleði og furðu.

Kólumkilli vill hér með nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem sóttu móttökuna í gær fyrir ánægjulega og minnisstæða kveðjustund.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home