Kólumkilli

mánudagur, maí 07, 2007

Kólumkilli kveður

Nú hafa orðið ákveðin kaflaskil og þá er meinhollt að hefja nýtt blogg. Mun ég héðan í frá blogga undir eigin nafni, vinsamlegast heimsækið mig á http://kristjanketill.blog.is
kveðja
Kristján

sunnudagur, september 03, 2006

Eldborg 2006

Skólafélagar frá Ósló söfnuðust til útivistar á Snorrastöðum við Eldborg um helgina. Hátíðahöldin fóru vel fram og engin mál voru kærð til lögreglu. Við Arnarstapa gengu hátíðargestir fram á hryggsúlu eina mikla og voru menn ekki á einu máli um hvort þar væri á ferðinni beinagrind af hval eða risaeðlu!! Posted by Picasa

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Lausn á vandamálum Náttúrugripasafnsins

Endrum og eins rekst maður einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hér er dæmi um eina. Aðsókn að Náttúrugripasafni Íslands hefur verið dræm að undanförnu og kenna menn ýmsu um: rykföllnum óaðlaðandi sýningum, lítilli gagnvirkni, lélegri markaðssetningu o.s.frv. Ég tel mig hinsvegar hafa fundið ástæðuna. Almenningur telur að einungis megi heimsækja Náttúrugripasafnið á fermingardaginn. En eins og flestir vita eru 14 ára ungmenni ekki komin með bílpróf og þessvegna tilgangslaust að frátaka bílastæði fyrir nýfermd börnin. Þar að auki er töluverður hluti fólks á Íslandi sem hefur aldrei og hyggst ekki staðfesta skírn sína með þeim hætti. Þess vegna legg ég til að þetta skilti verði tekið niður hið bráðasta þannig að aðsókn að Náttúrugripasafni Íslands geti komist í eðlilegt horf. Posted by Picasa

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Gatan mín á Ísafirði

Ég var ekki búinn að vera nema 20 mínútur á Ísafirði um daginn þegar bæjarbúar tóku sig saman og nefndu götu eftir mér. Fyrir forvitna þá eru komnar frábærar myndir úr Hornstrandaferðinni frægu á hornstrandir.blogspot.com
kveðja
Posted by Picasa

mánudagur, júlí 31, 2006

Heilagar Hornstrandir

Síðustu helgi eyddi ég á Vestfjörðum nánar tiltekið í Hornvík. Þangað var mér boðið af skólasystur minni frá Ósló henni Helgu Sigríði Úlafsrdóttur. Þar var staddur um 20 manna hópur ungra Vestfirðinga sem reyndist hinn besti félagsskapur.

Mikið var gengið og skoðað m.a. Æðey, Veiðileysufjörður, Hornbjargsviti, Hornbjarg, Kálfatindar, Höfn, Lónafjörður og margt fleira. Hornstrandir eru friðaðar og hefur tófan tekið þar öll völd í náttúrunni. Ótrúlegt var að upplifa yrðlinga éta úr lófa ferðamanna sem þar voru á ferð. Að ári er stefnan tekin á Furufjörð gaman að sjá hvort að maður álpist þangað líka :)

Ferðin var vel skipulögð eins og sést á vef ferðarinnar http://hornstrandir.blogspot.com . Þar koma brátt myndir sem vert er að skoða.
kveðja
K

laugardagur, júlí 01, 2006

Óslóborg og Róma

Ef þig dreymir ástin mín
Óslóborg og Róma.
Vængjaðan hest sem hleypur og skín,
hleypur og skín með sóma.
Ég skal gefa þér uppá grín
alt með sykri og rjóma.

partur af vögguvísu e. HKL (eftir minni).

sunnudagur, júní 25, 2006

Skammt frá Akurshús kastala liggur Höfuðey. Sá sem þetta ritar var boðið þangað í gærkvöldi bátasmíði. Höfuðey er fornfræg eyja þar sem áður stóð klaustur eitt mikið. Í dag eru það rústir einar. Útsýnið yfir Óslóborg er stórbrotið var það fest á stafrænt form eins og sést hér. Á myndinni miðri má greina Akurshúskastala. Vinstra megin við kastalann má greina ráðhús Óslóborgar og enn lengra til vinstri glimtir í Vesturbrautarstöðina sem nú hýsir Friðaverðlaunasetur Nóbels. Posted by Picasa