Kólumkilli kveður
Nú hafa orðið ákveðin kaflaskil og þá er meinhollt að hefja nýtt blogg. Mun ég héðan í frá blogga undir eigin nafni, vinsamlegast heimsækið mig á http://kristjanketill.blog.is
kveðja
Kristján
Nú hafa orðið ákveðin kaflaskil og þá er meinhollt að hefja nýtt blogg. Mun ég héðan í frá blogga undir eigin nafni, vinsamlegast heimsækið mig á http://kristjanketill.blog.is
Skólafélagar frá Ósló söfnuðust til útivistar á Snorrastöðum við Eldborg um helgina. Hátíðahöldin fóru vel fram og engin mál voru kærð til lögreglu. Við Arnarstapa gengu hátíðargestir fram á hryggsúlu eina mikla og voru menn ekki á einu máli um hvort þar væri á ferðinni beinagrind af hval eða risaeðlu!!
Endrum og eins rekst maður einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hér er dæmi um eina. Aðsókn að Náttúrugripasafni Íslands hefur verið dræm að undanförnu og kenna menn ýmsu um: rykföllnum óaðlaðandi sýningum, lítilli gagnvirkni, lélegri markaðssetningu o.s.frv. Ég tel mig hinsvegar hafa fundið ástæðuna. Almenningur telur að einungis megi heimsækja Náttúrugripasafnið á fermingardaginn. En eins og flestir vita eru 14 ára ungmenni ekki komin með bílpróf og þessvegna tilgangslaust að frátaka bílastæði fyrir nýfermd börnin. Þar að auki er töluverður hluti fólks á Íslandi sem hefur aldrei og hyggst ekki staðfesta skírn sína með þeim hætti. Þess vegna legg ég til að þetta skilti verði tekið niður hið bráðasta þannig að aðsókn að Náttúrugripasafni Íslands geti komist í eðlilegt horf.
Síðustu helgi eyddi ég á Vestfjörðum nánar tiltekið í Hornvík. Þangað var mér boðið af skólasystur minni frá Ósló henni Helgu Sigríði Úlafsrdóttur. Þar var staddur um 20 manna hópur ungra Vestfirðinga sem reyndist hinn besti félagsskapur.
Ef þig dreymir ástin mín
Skammt frá Akurshús kastala liggur Höfuðey. Sá sem þetta ritar var boðið þangað í gærkvöldi bátasmíði. Höfuðey er fornfræg eyja þar sem áður stóð klaustur eitt mikið. Í dag eru það rústir einar. Útsýnið yfir Óslóborg er stórbrotið var það fest á stafrænt form eins og sést hér. Á myndinni miðri má greina Akurshúskastala. Vinstra megin við kastalann má greina ráðhús Óslóborgar og enn lengra til vinstri glimtir í Vesturbrautarstöðina sem nú hýsir Friðaverðlaunasetur Nóbels.