Kólumkilli

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Lausn á vandamálum Náttúrugripasafnsins

Endrum og eins rekst maður einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hér er dæmi um eina. Aðsókn að Náttúrugripasafni Íslands hefur verið dræm að undanförnu og kenna menn ýmsu um: rykföllnum óaðlaðandi sýningum, lítilli gagnvirkni, lélegri markaðssetningu o.s.frv. Ég tel mig hinsvegar hafa fundið ástæðuna. Almenningur telur að einungis megi heimsækja Náttúrugripasafnið á fermingardaginn. En eins og flestir vita eru 14 ára ungmenni ekki komin með bílpróf og þessvegna tilgangslaust að frátaka bílastæði fyrir nýfermd börnin. Þar að auki er töluverður hluti fólks á Íslandi sem hefur aldrei og hyggst ekki staðfesta skírn sína með þeim hætti. Þess vegna legg ég til að þetta skilti verði tekið niður hið bráðasta þannig að aðsókn að Náttúrugripasafni Íslands geti komist í eðlilegt horf. Posted by Picasa

1 Comments:

At 3:11 e.h., Blogger Sigga said...

tíhí. góður. Mætti jafnvel setja upp affermingarskilti, er ekki í móð að afneita þjóðkirkjunni??

 

Skrifa ummæli

<< Home