Kólumkilli

mánudagur, júlí 31, 2006

Heilagar Hornstrandir

Síðustu helgi eyddi ég á Vestfjörðum nánar tiltekið í Hornvík. Þangað var mér boðið af skólasystur minni frá Ósló henni Helgu Sigríði Úlafsrdóttur. Þar var staddur um 20 manna hópur ungra Vestfirðinga sem reyndist hinn besti félagsskapur.

Mikið var gengið og skoðað m.a. Æðey, Veiðileysufjörður, Hornbjargsviti, Hornbjarg, Kálfatindar, Höfn, Lónafjörður og margt fleira. Hornstrandir eru friðaðar og hefur tófan tekið þar öll völd í náttúrunni. Ótrúlegt var að upplifa yrðlinga éta úr lófa ferðamanna sem þar voru á ferð. Að ári er stefnan tekin á Furufjörð gaman að sjá hvort að maður álpist þangað líka :)

Ferðin var vel skipulögð eins og sést á vef ferðarinnar http://hornstrandir.blogspot.com . Þar koma brátt myndir sem vert er að skoða.
kveðja
K

1 Comments:

At 12:49 e.h., Blogger Sigga said...

Jæja kennslumaður, það er flott að sjá og lesa að þú sért nú búinn að upplifa seið Hornstranda. Hann er magnaður. Ég sé til með að koma með að ári, hef annars rætur í öðrum víkum og fjörðum þar nyrðra. Kom í Hornvík síðast (og fyrst) fyrir 16 árum, þá átti að gera úr mér mann (sic!) og láta mig skjóta úr byssu, fór ekki betur en svo að augað dróst ekki nóg í pung og engin varð manndómsvígslan. Hef ekki hætt mér þangað aftur síðan, enda stend ég í ströngu við pungdráttaræfingar á auga og leirdúfumorð. Ég hef mikinn áhuga á að koma þessu friðlendi inn á kortið hjá nokkrum Norðmönnum og fer áróðursherferðin í gang strax í haust!
Hafðu það svo sem allra best væni, ég flýg á vit sykurs, rjóma og námsbóka þann 12. ágúst.
Kærar kveðjur,
Sigga

 

Skrifa ummæli

<< Home